Ferskt loft

Fyrsta tilraunin af þremur fór í loftið nú á fimmtudaginn. Skotið gekk nokkuð vel fyrir sig, þó að vindáttin hafi reyndar breyst skyndilega á meðan loftbelgurinn reis og teygði á strengnum sem að tengir hann við rannsóknartækin. Verkefnið sem sem að lagði þarna af stað heitir ANITA, hér er hægt að fylgjast með ferð þess umhverfis Suðurpólinn. Farið er útbúið loftnetum sem að hlusta eftir útvarpsbylgjum sem að verða til þegar afar orkumiklar fiseindir skella á ísbreiðu Suðurskautslandsins. Með þessu er tilraunin að afhjúpa leyndardóma einhverra orkumestu agna í alheiminum. Myndirnar hér fyrir neðan (fengnar að láni frá Bill) sýna þegar loftbelgurinn hóf för sína.

Fyrr í vikunni komu 10 meðlimir úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings til þess að fylgjast með þeim störfum sem að eru fjármögnuð af Bandaríkjunum hér á Suðurskautslandinu. Þessi hópur kíkti á okkur í 15 mínútur og hlustaði á fyrirlestur hjá Bill, leiðbeinandanum mínum og forsvarsmanni SPIDER. Jafnvel þó að rúmur helmingur þessara glerhörðu pólítíkusa hafi orðið til þess að tefja SPIDER verkefnið um heilt ár, þá vorum við sammála um að þetta fólk væri bara nokkuð sjarmerandi og með á nótunum. Það ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart…

SPIDER er hægt og bítandi að verða tilbúin fyrir flug. Sólarhlífin, vængurinn, og sólarrafhlöðurnar eru nú komnar upp. Við fengum okkur ferskt loft á föstudaginn. Það var gaman að fylgjast með speglunum af sólarhlífinni.

Næstu daga munum við nýta til þess að sjá hvernig undirkerfi tilraunarinnar tala saman. Þegar þeirri vinnu er lokið munum við lýsa því yfir við CSBF (loftbelgsarm NASA) að við séum tilbúin fyrir flug. Þá tekur við bið eftir góðu veðri — því sem næst engum vindi —  sem að getur tekið hátt í tvær vikur. Það væri frábært að ef við kæmum tilrauninni í loftið fyrir áramót.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s