Keisaramörgæsin var snör í snúningum

Á síðustu dögum hafa SPIDER menn unnið mikið verk. Við erum enn þá á fullu við að kvarða sjónaukana en eins og sjá má á þessu myndbandi er sjónaukinn farinn að horfa í kringum sig inni í flugskýlinu. Við vonumst til að vera tilbúin fyrir „lift off“ eftir viku en þó förum við líklega ekki í loftið fyrr en eftir tvær vikur hið fyrsta. Hinar tvær tilraunirnar eru ekki enn komnar í loftið og þær eru á undan okkur í röðinni. Okkur er sagt að veðrið hafi ekki enn boðið upp á geimskot. Þeir sem eru óreyndir undra sig á þeirri staðhæfingu þar sem veðrið hefur leikið við okkar á undanförnum dögum.

Jæja, það hlaut að koma að því. Við rákumst á keisaramörgæs á leiðinni heim frá LDB nú í kvöld. Hún var merkilega fljót að renna sér á mallanum. Sjálfur rann ég á rassinn af undrun þegar mörgæsin tók rás beint á linsuna. Tókst næstum því að ramma fuglinn inn í skýjaborgina. Þetta var ótrúleg upplifun sem að ég gleymi seint.

Kærar aðventukveðjur heim til Íslands!

One comment

  1. annegambrel22 · December 13, 2014

    Dude, you need to post the video.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s